Á gondól um síki Kaupmannahafnar

Ítalskur gondóll siglir nú meðfram Gammel strand í Kaupmannahöfn. Það kostar ekkert að sitja í.

Ellefu metra langur gondóll hefur bæst við bátaflotann sem daglega fer um síki og sund Kaupmannahafnar. Eigandi og ræðari bátsins er ítalskur þjónn sem búið hefur í Köben um langt árabil. Hann hefur nú látið gamlan draum rætast og sjósett gondólinn í tilefni af ítalskri listasýningu í borginni.

Þeir sem vilja komast í Feneyjarfíling í Kaupmannahöfn stilla sér því upp við kajann við Gammel Strand og húkka far með þessum tignarlega róðrabát.

Túrinn kostar ekki krónu en siglt er fimmtudaga til laugardaga á milli 16:45 og 20:15.

LESTU LÍKA: Vegvísir – Kaupmannahöfn

Mynd: gwenflickr/Creative Commons