Bjóða afslátt fyrir lofsöng

Breskir hótelstjórar reyna að hafa áhrif á umfjöllun um hótelin sín á Tripadvisor.

Það eru hátt í fimmtíu milljón umsagnir að finna á vefsíðunni Tripadvisor um hótel, flugfélög og ferðamannastaði. Síðan er því vinsæl hjá þeim sem eru að vega og meta þá gistingu sem í boði er á áfangastaðnum og góðir dómar á Tripadvisor eru gulls ígildi í hótelgeiranum.

En nú liggja nokkrir breskir hótelstjórar undir grun um að hafa boðið gestum sínum afslátt á gistingunni gegn því að þeir leggji inn gott orð á síðunni.

Bresku neytendasamtökin rannsaka nú hvort þessir viðskiptahættir séu ólöglegir eða ekki samkvæmt frétt Daily Mail.

TENGDAR GREINAR: Flugfélög nú vegin og metin hjá Tripadvisor
NÝJAR GREINAR: Nýjung frá Google auðveldar hótelleitina

Mynd: Visitlondonimages/ britainonview/ Pawel Libera