Danir hamstra sólarlandaferðir fyrir næsta sumar

Þó sumarið sé ekki búið hafa nú þegar fjögur þúsund Danir látið skrá sig á biðlista eftir sólarlandaferðum.

Danir hafa því sem næst slegist um sólarlandaferðir síðustu vikur enda hefur sumarið verið mjög vætusamt í Skandinavíu. Þeir eru því margir frændur okkar sem vilja ekki eiga það á hættu að komast ekki suður á bóginn næsta sumar. Biðlistar ferðaskrifstofanna eru því óðum að fyllast og til að mynda hafa fjögur þúsund manns skráð sig fyrir sólarlandaferð hjá ferðaskrifstofunni Spies næsta sumar samkvæmt vef TV2.

NÝJAR GREINAR: Mesta aukningin á Keflavíkurflugvelli
TENGDAR GREINAR: Tyrkland vinsælt í Danmörku
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: Sindre Sørhus/Creative Commons