Samfélagsmiðlar

10 ferðamannastaðir í útrýmingarhættu

New York er einn þeirra tíu staða sem eiga á hættu að missa sérkenni sín.

Árlega tekur tímaritið Wanderlust saman lista yfir þá tíu ferðamannastaði sem taldir eru á góðri siglingu með að heyra sögunni til, alla vega í núverandi mynd.

Svona lítur listinn út:

1. Riga, Lettlandi.

Breskir ferðamenn í partígír leggja undir sig hina fallegu miðborg Riga um helgar. Ódýrt áfengi, strípiklúbbar og tækifæri til að láta vaða af kalasjnikov rifli heilla Tjallana en um leið eiga aðrir erfitt með að fóta sig í miðbænum.

2. Topparnir þrír í Bretlandi.

Að ná upp á topp hæstu fjalla Skotlands, Wales og Englands á einum sólarhring er vinsæl iðja í Bretlandi. Því miður fylgir þessum fólksfjölda rusl, hávaði og skemmdir á nátturunni.

3. Borough markaðurinn í London.

Það eru ekki bara járnbrautaframkvæmdir sem ógna þessum uppáhalds matarmarkaði Jamie Oliver heldur líka allir þessir ferðamenn sem markaðinn sækja. Þeir eru nefnilega flestir komnir til að skoða og taka myndir en ekki til að kaupa inn. Viðskiptin blómstra því ekki sem áður.

4. Wadi Rum í Jórdan.

Komst í sumar inn á heimsmynjalista Unesco og ekki var það til að draga úr vinsældunum. En því miður gerir eyðimörkin heimamönnum erfitt fyrir að koma upp almennilegri aðstöðu fyrir ferðafólkið.

5. Virunga þjóðgarðurinn í Lýðveldinu Kongó.

Hermenn, pólitíkusar og olíufurstar ógna tilveru þessa elsta þjóðgarðar í Afríku sem jafnframt er heimkynni stórs hluta af þeim fjallagórillum sem eftir eru.

6. New York.

Fleiri ferðamenn láta taka myndir sér fyrir framan Apple búðina á fimmtu breiðgötu en við Frelsisstyttuna og nú er verið að skipta út gömlu, gulu leigubílunum fyrir praktíska Nissan bíla. Þetta tvennt kemur heimsborginni á þennan vafasama lista Wanderlust.

7. Coruh áin í Tyrklandi.

Straumþung áin rennur niður eftir djúpum og þröngum gilum og þangað fjölmenna áhugamenn um rafting. En stjórnvöld vilja beisla vatnsorkuna á svæðinu og hafa nú þegar reist tvær stíflur og aðrar ellefu eru á teikniborðinu.

8. Gömlu hverfin í Peking.

Í elstu borgarhlutum Peking standa aldargömul hús við þröngar götur og stíga. Þessar fornu byggðir eru enn og aftur í hættu enda vilja ráðamenn í Kína ólmir reisa á lóðunum skýjakljúfa.

9. Lamu, Kenýa.

Á þessari eyju, rétt við strönd Kenýa, er margt frumstætt og asnar sjá að mestu um fólks- og vöruflutninga. Þrátt fyrir það nýtur Lamu vinsælda meðal kóngafólksins og þeirra frægu. En eyjan mun missa töluvert af sjarma sínum ef eitthvað verður af byggingu risastórrar olíuskipahafnar við eyjuna.

10. Madagaskar.

Hin óviðjafnanlega gróðursæld á Madagaskar er í hættu vegna óróa, spillingar og ofnýtingar.

TENGDAR GREINAR: 10 vinsælustu ferðamannalöndin
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: Shark Attacks/Creative Commons

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …