Samfélagsmiðlar

10 ferðamannastaðir í útrýmingarhættu

New York er einn þeirra tíu staða sem eiga á hættu að missa sérkenni sín.

Árlega tekur tímaritið Wanderlust saman lista yfir þá tíu ferðamannastaði sem taldir eru á góðri siglingu með að heyra sögunni til, alla vega í núverandi mynd.

Svona lítur listinn út:

1. Riga, Lettlandi.

Breskir ferðamenn í partígír leggja undir sig hina fallegu miðborg Riga um helgar. Ódýrt áfengi, strípiklúbbar og tækifæri til að láta vaða af kalasjnikov rifli heilla Tjallana en um leið eiga aðrir erfitt með að fóta sig í miðbænum.

2. Topparnir þrír í Bretlandi.

Að ná upp á topp hæstu fjalla Skotlands, Wales og Englands á einum sólarhring er vinsæl iðja í Bretlandi. Því miður fylgir þessum fólksfjölda rusl, hávaði og skemmdir á nátturunni.

3. Borough markaðurinn í London.

Það eru ekki bara járnbrautaframkvæmdir sem ógna þessum uppáhalds matarmarkaði Jamie Oliver heldur líka allir þessir ferðamenn sem markaðinn sækja. Þeir eru nefnilega flestir komnir til að skoða og taka myndir en ekki til að kaupa inn. Viðskiptin blómstra því ekki sem áður.

4. Wadi Rum í Jórdan.

Komst í sumar inn á heimsmynjalista Unesco og ekki var það til að draga úr vinsældunum. En því miður gerir eyðimörkin heimamönnum erfitt fyrir að koma upp almennilegri aðstöðu fyrir ferðafólkið.

5. Virunga þjóðgarðurinn í Lýðveldinu Kongó.

Hermenn, pólitíkusar og olíufurstar ógna tilveru þessa elsta þjóðgarðar í Afríku sem jafnframt er heimkynni stórs hluta af þeim fjallagórillum sem eftir eru.

6. New York.

Fleiri ferðamenn láta taka myndir sér fyrir framan Apple búðina á fimmtu breiðgötu en við Frelsisstyttuna og nú er verið að skipta út gömlu, gulu leigubílunum fyrir praktíska Nissan bíla. Þetta tvennt kemur heimsborginni á þennan vafasama lista Wanderlust.

7. Coruh áin í Tyrklandi.

Straumþung áin rennur niður eftir djúpum og þröngum gilum og þangað fjölmenna áhugamenn um rafting. En stjórnvöld vilja beisla vatnsorkuna á svæðinu og hafa nú þegar reist tvær stíflur og aðrar ellefu eru á teikniborðinu.

8. Gömlu hverfin í Peking.

Í elstu borgarhlutum Peking standa aldargömul hús við þröngar götur og stíga. Þessar fornu byggðir eru enn og aftur í hættu enda vilja ráðamenn í Kína ólmir reisa á lóðunum skýjakljúfa.

9. Lamu, Kenýa.

Á þessari eyju, rétt við strönd Kenýa, er margt frumstætt og asnar sjá að mestu um fólks- og vöruflutninga. Þrátt fyrir það nýtur Lamu vinsælda meðal kóngafólksins og þeirra frægu. En eyjan mun missa töluvert af sjarma sínum ef eitthvað verður af byggingu risastórrar olíuskipahafnar við eyjuna.

10. Madagaskar.

Hin óviðjafnanlega gróðursæld á Madagaskar er í hættu vegna óróa, spillingar og ofnýtingar.

TENGDAR GREINAR: 10 vinsælustu ferðamannalöndin
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: Shark Attacks/Creative Commons

Nýtt efni

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …