Samfélagsmiðlar

10 ferðamannastaðir í útrýmingarhættu

New York er einn þeirra tíu staða sem eiga á hættu að missa sérkenni sín.

Árlega tekur tímaritið Wanderlust saman lista yfir þá tíu ferðamannastaði sem taldir eru á góðri siglingu með að heyra sögunni til, alla vega í núverandi mynd.

Svona lítur listinn út:

1. Riga, Lettlandi.

Breskir ferðamenn í partígír leggja undir sig hina fallegu miðborg Riga um helgar. Ódýrt áfengi, strípiklúbbar og tækifæri til að láta vaða af kalasjnikov rifli heilla Tjallana en um leið eiga aðrir erfitt með að fóta sig í miðbænum.

2. Topparnir þrír í Bretlandi.

Að ná upp á topp hæstu fjalla Skotlands, Wales og Englands á einum sólarhring er vinsæl iðja í Bretlandi. Því miður fylgir þessum fólksfjölda rusl, hávaði og skemmdir á nátturunni.

3. Borough markaðurinn í London.

Það eru ekki bara járnbrautaframkvæmdir sem ógna þessum uppáhalds matarmarkaði Jamie Oliver heldur líka allir þessir ferðamenn sem markaðinn sækja. Þeir eru nefnilega flestir komnir til að skoða og taka myndir en ekki til að kaupa inn. Viðskiptin blómstra því ekki sem áður.

4. Wadi Rum í Jórdan.

Komst í sumar inn á heimsmynjalista Unesco og ekki var það til að draga úr vinsældunum. En því miður gerir eyðimörkin heimamönnum erfitt fyrir að koma upp almennilegri aðstöðu fyrir ferðafólkið.

5. Virunga þjóðgarðurinn í Lýðveldinu Kongó.

Hermenn, pólitíkusar og olíufurstar ógna tilveru þessa elsta þjóðgarðar í Afríku sem jafnframt er heimkynni stórs hluta af þeim fjallagórillum sem eftir eru.

6. New York.

Fleiri ferðamenn láta taka myndir sér fyrir framan Apple búðina á fimmtu breiðgötu en við Frelsisstyttuna og nú er verið að skipta út gömlu, gulu leigubílunum fyrir praktíska Nissan bíla. Þetta tvennt kemur heimsborginni á þennan vafasama lista Wanderlust.

7. Coruh áin í Tyrklandi.

Straumþung áin rennur niður eftir djúpum og þröngum gilum og þangað fjölmenna áhugamenn um rafting. En stjórnvöld vilja beisla vatnsorkuna á svæðinu og hafa nú þegar reist tvær stíflur og aðrar ellefu eru á teikniborðinu.

8. Gömlu hverfin í Peking.

Í elstu borgarhlutum Peking standa aldargömul hús við þröngar götur og stíga. Þessar fornu byggðir eru enn og aftur í hættu enda vilja ráðamenn í Kína ólmir reisa á lóðunum skýjakljúfa.

9. Lamu, Kenýa.

Á þessari eyju, rétt við strönd Kenýa, er margt frumstætt og asnar sjá að mestu um fólks- og vöruflutninga. Þrátt fyrir það nýtur Lamu vinsælda meðal kóngafólksins og þeirra frægu. En eyjan mun missa töluvert af sjarma sínum ef eitthvað verður af byggingu risastórrar olíuskipahafnar við eyjuna.

10. Madagaskar.

Hin óviðjafnanlega gróðursæld á Madagaskar er í hættu vegna óróa, spillingar og ofnýtingar.

TENGDAR GREINAR: 10 vinsælustu ferðamannalöndin
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: Shark Attacks/Creative Commons

Nýtt efni

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …