Ferðaþjónustan í Bretlandi áhyggjufull

Nokkrum vikum eftir að átak til kynningar á Ólympíuleikunum í London hófst logar borgin í óeirðum.

Myndir af tveggja hæða strætó í ljósum logum, vopnaðri lögreglu í baráttu við mótmælendur og verslunum í rúst hafa birst frá London víða um heim síðustu daga. Stemmningin hjá ferðamálafrömuðum borgarinnar er því allt önnur í dag en í síðasta mánuði þegar átaki til kynningar á Ólympíuleikunum, sem fara fram í London næsta sumar, var hleypt af stokkunum. Þá var öllu tjaldað til enda vonast menn til að öll gistirými verði skipuð á meðan leikunum stendur og þeir verði mikil lyftistöng fyrir efnahag borgarinnar.

Í dag er hins vegar haft eftir einum af framkvæmdastjórum ferðamálaráðs Bretlands að óeirðir síðustu daga hafa haft neikvæð áhrif til skamms og langs tíma á ferðaþjónustu landsins.

NÝJAR GREINAR: Meirihlutinn tekur tölvuna með í utanlandsferðina
TENGT EFNI: Vegvísir – London

Mynd: Ferðamálaráð London