Flestir vilja til Rómar

Meirihluti lesenda Túrista vill frekar til Rómar en Istanbúl eða Lissabon.

Standi valið á milli höfuborga Ítalíu, Tyrklands og Portúgal þá myndu sex af hverjum tíu lesendum Túrista velja þá ítölsku. Þetta er niðurstaða lesendakönnunar síðunnar. Hátt í fimm hundruð svör fengust. Istanbúl yrði fyrir valinu hjá 29 prósent lesenda en aðeins ellefu prósent myndu taka Lissabon fram yfir hinar.

Því miður er ekki boðið upp á beint flug frá Keflavík til þessara þriggja borga í suðurhluta Evrópu en pakkaferðir bjóðast þangað af og til.

TENGDAR GREINAR: Fleiri ítalskar borgir skattleggja ferðamenn
NÝJAR GREINAR: Flugfélög sem hafa ekki sætaröð númer 13

Mynd: dichohecho (Creative Commons)