Flugfélög sem hafa ekki sætaröð númer 13

Hjátrúin er ennþá rík meðal margra af stærstu flugfélaga í heimi.

Talan 13 er í huga þeirra hjátrúarfullu oft tengd óhöppum. Og í ferðageiranum er þessi trú rík því víða er að finna hótel þar sem þrettánda hæðin er sögð sú fjórtánda og á sumum flugstöðvum ber ekkert hlið þetta ólukkunúmer.

Þau eru líka fjölmörg flugfélögin sem merkja þrettándu sætaröðina í vélum sínum sem númer fjórtán. Hið skandinavíska SAS er eitt þeirra en Icelandair er meðal þeirra félaga sem taka hjátrúna ekki hátíðlega eins og sjá má á þessum listum sem norska blaðið Aftenposten birti nýverið.

Flugfélög þar sem þrettánda sætaröðin er ekki til staðar

•    Air France
•    Austrian
•    Continental
•    Emirates
•    Lufthansa
•    KLM
•    Ryanair
•    SAS
•    Singapore Airlines
•    SWISS
•    Thai Airways International
•    Turkish Airlines
•    Virgin Atlantic
•    Widerøe

Flugfélög með þrettándu sætaröðina:

•    Aeroflot
•    Air Canada
•    Air China
•    Air New Zealand
•    American Airlines
•    British Airways
•    Delta Airlines
•    easyJet
•    Finnair
•    Icelandair
•    LOT – Polish Airlines
•    Norwegian
•    Qantas
•    United Airlines
•    Virgin America

TENGDAR GREINAR: Hér er besta flugfélag í heimi
NÝJAR GREINAR: Að búa – á Louisiana

Mynd: mokolabs/Creative Commons