Frelsisstyttunni lokað

Eitt þekktasta kennileiti Bandaríkjanna þarf á viðgerð að halda.

Á eyjunni Liberty Island, í innsiglinguna í New York, stendur Frelsisstyttan, eitt þekktasta kennileiti Bandaríkjanna. Árlega gera þrjár og hálf milljón ferðamanna sér ferð út í eyjuna til að sjá með berum augum þessa 125 ára gömlu styttu. Lítill hluti þeirra fær svo leyfi til að upp í útsýnispallinn í kórónu styttunnar því þangað er aðeins 240 manns hleypt á degi hverjum.

En nú styttist í að styttunni verði lokað í eitt ár vegna viðhalds. Framkvæmdirnar hefjast í lok október en munu að mestu leyti fara fram inn í styttunni þannig að eyjunni verður ennþá haldið opinni fyrir ferðafólki.

Þeir sem vilja komast í nálægð við þessa frægu styttu næst þegar þeir fara til New York geta fengið nánari upplýsingar á heimasíðunni Statue cruises.

NÝJAR GREINAR: 10 ferðamannastaðir í útrýmingarhættu
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: © NYC & Company