Fullir sjómenn og khat smyglarar oft teknir á Kastrup

Ölvað fólk og eiturlyfjasmyglarar halda löggunni á Kaupmannahafnarflugvellir upptekinni.

Lögreglan í Kaupmannahöfn þarf að meðaltali að handtaka einn farþega á viku á flugvelli borgarinnar. Í tveimur tilvikum af hverjum þremur er um að ræða ölvaða einstaklinga, oftast sjómenn á leiðinni frá Danmörku. Mæta þeir þá fullir á flugvöllinn og halda þar áfram drykkjunni þvert á ráðleggingar starfsfólksins og lögreglunnar um að bíða eftir næstu vél og láta renna af sér í millitíðinni.

Eiturlyfjasmyglarar eru líka áberandi í dagbók lögreglunnar á Kastrup samkvæmt frétt Politiken. Koma þeir flestir frá London með tuttugu kíló af fíkniefninu khat í farangrinum. En þessi eiturlauf eru bannvara alls staðar í Evrópu nema í Bretlandi og Hollandi.

NÝJAR GREINAR: Á gondól um síki Kaupmannahafnar
TILBOÐ:
Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: Woco / Morten Bjarnhof