Meirihlutinn tekur tölvuna með í utanlandsferðina

Það geta ekki allir kúplað sig frá tölvunni í fríinu.

Þeir eru margir sem geta ekki hugsað sér að skilja tölvuna eftir heima þegar haldið er til útlanda. Hvort ástæðan er tölvupósturinn, vinnuskjölin, tónlistin eða eitthvað annað sem í tölvunum er skal ósagt látið. En niðurstöður lesendakönnunar Túrista sýna að fimmtíu og átta prósent fólks tekur þetta sívinsæla heimilis- og vinnutæki með sér í utanlandsferðina.

Hátt í fimm hundruð svör fengust í könnuninni.

Víða frítt á netið

Óhætt er að fullyrða að flestir sem hafa tölvuna með í farangrinum vilja komast á netið í fríinu. Það getur hins vegar reynst rándýrt að tengjast netinu í gegnum íslenskan netlykil eða farsíma á erlendri grundu. Því er skynsamlegt að bóka sér gistingu þar sem netið fylgir með eða þefa uppi kaffihús sem bjóða viðskiptavinum sínum uppá fría tengingu. Netrápið í útlöndum þarf því ekki að kosta krónu.

Svo er bara að muna að taka tölvuna upp úr handfarangrinum í röðinni við öryggisleitina á flugvellinum.

TENGDAR GREINAR: Frí nettenging á dönskum og norskum flugvöllum
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: Ed Yourdon/Creative Commons