Mesta aukningin á Keflavíkurflugvelli

Á fyrri helmingi ársins fjölgaði farþegum um nærri fjórðung á Leifsstöð. Það er meiri viðbót en stóru flugvellir frændþjóðanna geta stært sig af.

Það fóru nærri hundrað og sjötíu þúsund fleiri farþegar um Keflavíkurflugvöll á fyrstu sex mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra. Vöxturinn er tuttugu og fjögur prósent sem er töluvert meira en stóru flugvellirnir á Norðurlöndunum upplifðu á fyrri helmingi ársins. Þó fjölgaði farþegum á þeim öllum umtalsvert frá sama tíma í fyrra eins og sjá má á töflunni hér að neðan sem byggir á tölum frá Isavia og Standby.dk.

Aukning í farþegum talið Aukning í %
Keflavíkurflugvöllur 168,125 24%
Vantaa í Helsinki 1,100,000 18%
Arlanda í Stokkhólmi 1,300,000 17%
Gardermoen í Osló 1,250,000 14%
Kaupmannahafnarflugvöllur 900,000 9%

NÝJAR GREINAR: 750.000 túristar á pöllunum í Englandi
TENGDAR GREINAR: Takið af ykkur skóna – en bara í Leifsstöð

Mynd: Túristi