Nærri helmingur ferða Iceland Express á tíma

Bæði flugfélögin voru stundvísari á fyrrihluta þessa mánaðar en í þeim síðasta.

Níu af hverjum tíu brottförum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli, á fyrri hluta þessa mánaðar, voru á tíma. Hjá Iceland Express stóðst nærri helmingur ferðanna áætlun samkvæmt Stundvísitölum Túrista. Þetta er mikil framför hjá báðum félögum og mjög áhugaverð í tilviki Iceland Express því í júní var innan við fimmta hvert flug á tíma. Það er þó mikill dagamunur á áreiðanleika félagsins. Suma daga fara og koma flest flug á tíma en aðra daga eru tafirnar miklar. Meðalbiðin er því enn töluverð eða 26 mínútur á meðan hún er fimm mínútur hjá Icelandair.

Frammistaða Icelandair á fyrrihluta ágústmánaðar er á við það sem best gerist í fluggeiranum því líkt og Túristi sagði frá í byrjun mánaðarins þá er 85 til 90 prósent stundvísi á við það sem áreiðanlegustu flugfélög í Evrópu ná.

Stundvísitölur Túrista, tölur í sviga eru niðurstöður síðasta mánaðar.

1-15 ágúst Hlutfall brottfara á tíma Meðalseinkun brottfara Hlutfall koma á tíma
Meðalseinkun koma9 Hlutfall ferða á tíma
Meðalbið alls
Icelandair 90% (78%) 3 mín (8 mín) 83% (73%) 6 mín (7 mín 86% (75%) 5 mín (7 mín)
Iceland Express 48% (38%) 27 mín (34 mín) 45% (36%) 26 mín (41 mín) 46% (37%) 26 mín (37 mín)

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfaratímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar af öllum seinkunum sem eru meira en stundarfjórðungur.
Mynd: Túristi