Nýjung frá Google auðveldar hótelleitina

Ertu á leið til Bandaríkjanna og veist uppá hár hvar þú vilt gista? Hotelfinder frá Google er tækið fyrir þig.

Staðsetningin hótelsins getur verið aðalmálið fyrir suma túrista. Auðvitað spilar verðið og gæðin líka rullu en fyrir þá sem leggja höfuðáherslu á að búa í námunda við vinafólk í borginni eða jafnvel ákveðna götu þá er Hotelfinder, nýjasta viðbótin við Google leitarvélina gagnlegt tæki.

Með Hotelfinder er hægt að þrengja leitina eftir gististað niður eftir götum, verðflokkum og stjörnum. Þó aðeins í Bandaríkjunum enn sem komið er.

En væntanlega ætlar Google sér stóra hluti á þessu sviði sem og öðrum og því má búast við að fleiri lönd og heimshlutar bætist við áður en langt um líður.

TENGDAR GREINAR: Þegar staðsetning hótelsins skiptir öllu máli
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista