Samfélagsmiðlar

Svar við athugasemd Isavia

Svar Túrista við athugasemd Isavia við tveggja mánaða gamalli frétt.

Í gær sagði Túristi frá því að í Leifsstöð þyrftu allir farþegar að fara úr skóm í öryggiseftirlitinu öfugt við það sem tíðkast á flugvöllum frændþjóðanna. Í niðurlagi fréttarinnar var vitnað í aðra Túristagrein frá 15. júní sl. þar sem fram kom að biðtíminn við öryggisleitina á Keflavíkurflugvelli væri allt að þrefalt lengri en á Kaupmannahafnarflugvelli. Vísir.is vitnaði í gær í gömlu fréttina í sinni umfjöllun um þetta stranga eftirlit með skóm í Leifsstöð. Í framhaldinu birtist svo athugasemd á vef Vísis frá Isavia, fyrirtækinu sem rekur Keflavíkurflugvöll. Þar segir upplýsingafulltrúi fyrirtækisins að Túristi fari ekki rétt með enda hafi engar rannsóknir verið gerðar á biðtímanum við öryggishliðin.

Þessi athugasemd kom aðstandanda Túrista í opna skjöldu. Túristi hafði sent upplýsingafulltrúa Isavia fyrirspurn um biðtíma við öryggishliðin á Keflavíkurflugvelli í byrjun maí síðastliðin. Þá var Túrista svarað að meðalbiðtíminn í vopnaleitinni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar væri 7-10 mínútur og jafnframt að miðað væri við að halda þjónustustingu þar, eins og það var orðað í svarinu. Aldrei kom fram í svörum Isavia að meðalbiðin hefði ekki verið mæld líkt og sagt er í athugasemdinni sem Vísir birti. Upplýsingafulltrúinn bætti því svo við að oft væri biðin minni og oft meiri. Þessari viðbót gat Túristi í upprunalegu fréttinni sem birtist í júní. Isavia hafði engar athugasemdir við þá frétt. Tveimur mánuðum síðar gerir fyrirtækið svo athugasemdir sem eiga ekki við rök að styðjast.

Það vekur reyndar líka athygli við athugasemd Isavia á Vísi að þar segir að það sé yfirlýst markmið starfsmanna Isavia að biðtíminn sé aldrei lengri en sjö til tíu mínútur. Í lokin segir hins vegar upplýsingafulltrúinn að biðtíminn hafi aldrei verið rannsakaður og því séu ekki til neinar tölur um hann. Þessi fullyrðing vekur upp spurningar um hver tilgangurinn sé að setja sér mælanlegt markmið en gera svo ekkert til að kanna hvort það náist eða ekki?

Túristi hefur í tvö ár birt ferðatengdar greinar og fréttir ásamt tilboðum frá ýmsum aðilum innan ferðaþjónustu og mun halda því áfram enda hafa undirtektir lesenda farið langt fram úr björtustu vonum.

Fyrir hönd Túrista,
Kristján Sigurjónsson

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …