Samfélagsmiðlar

Svar við athugasemd Isavia

Svar Túrista við athugasemd Isavia við tveggja mánaða gamalli frétt.

Í gær sagði Túristi frá því að í Leifsstöð þyrftu allir farþegar að fara úr skóm í öryggiseftirlitinu öfugt við það sem tíðkast á flugvöllum frændþjóðanna. Í niðurlagi fréttarinnar var vitnað í aðra Túristagrein frá 15. júní sl. þar sem fram kom að biðtíminn við öryggisleitina á Keflavíkurflugvelli væri allt að þrefalt lengri en á Kaupmannahafnarflugvelli. Vísir.is vitnaði í gær í gömlu fréttina í sinni umfjöllun um þetta stranga eftirlit með skóm í Leifsstöð. Í framhaldinu birtist svo athugasemd á vef Vísis frá Isavia, fyrirtækinu sem rekur Keflavíkurflugvöll. Þar segir upplýsingafulltrúi fyrirtækisins að Túristi fari ekki rétt með enda hafi engar rannsóknir verið gerðar á biðtímanum við öryggishliðin.

Þessi athugasemd kom aðstandanda Túrista í opna skjöldu. Túristi hafði sent upplýsingafulltrúa Isavia fyrirspurn um biðtíma við öryggishliðin á Keflavíkurflugvelli í byrjun maí síðastliðin. Þá var Túrista svarað að meðalbiðtíminn í vopnaleitinni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar væri 7-10 mínútur og jafnframt að miðað væri við að halda þjónustustingu þar, eins og það var orðað í svarinu. Aldrei kom fram í svörum Isavia að meðalbiðin hefði ekki verið mæld líkt og sagt er í athugasemdinni sem Vísir birti. Upplýsingafulltrúinn bætti því svo við að oft væri biðin minni og oft meiri. Þessari viðbót gat Túristi í upprunalegu fréttinni sem birtist í júní. Isavia hafði engar athugasemdir við þá frétt. Tveimur mánuðum síðar gerir fyrirtækið svo athugasemdir sem eiga ekki við rök að styðjast.

Það vekur reyndar líka athygli við athugasemd Isavia á Vísi að þar segir að það sé yfirlýst markmið starfsmanna Isavia að biðtíminn sé aldrei lengri en sjö til tíu mínútur. Í lokin segir hins vegar upplýsingafulltrúinn að biðtíminn hafi aldrei verið rannsakaður og því séu ekki til neinar tölur um hann. Þessi fullyrðing vekur upp spurningar um hver tilgangurinn sé að setja sér mælanlegt markmið en gera svo ekkert til að kanna hvort það náist eða ekki?

Túristi hefur í tvö ár birt ferðatengdar greinar og fréttir ásamt tilboðum frá ýmsum aðilum innan ferðaþjónustu og mun halda því áfram enda hafa undirtektir lesenda farið langt fram úr björtustu vonum.

Fyrir hönd Túrista,
Kristján Sigurjónsson

Nýtt efni

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …