10 bestu og verstu borgirnar

Hér eru þær borgir sem þykir best að búa í og líka þær sem eru á botninum.

Kanadískar og ástralskar borgir eru að mati rannsóknardeildar tímaritsins Economist (EIU) afskaplega byggilegar. Sjö af þeim tíu borgum sem blaðið telur henta best til búsetu eru nefnilega í þessum tveimur löndum.

Ólympíuborgin Vancouver, á vesturströnd Kanada, hefur undanfarin níu ár skipað efsta sætið en fellur nú um tvö sæti því Melbourne í Ástralíu og Vínarborg í Austurríki þykja núna vera betri kostur.

Helsinki er eina borg Norðurlanda sem kemst á topplistann en hún var nýlega valin byggilegust af tímaritinu Monocle.

Hins vegar er Harare, höfuðborg Zimbabwe, í sæti númer 140 sem er jafnframt botnsætið á lista Economist.

Hér eru listarnir yfir bestu og verstu borgirnar. Þeir gætu komið íslenskum túristum til góða við skipulagningu næstu ferðar út í heim.

Bestu borgirnar:

 1. Melbourne í Ástralíu
 2. Vínarborg í Austurríki
 3. Vancouver í Kanada
 4. Toronto í Kanada
 5. Calgary í Kanada
 6. Sydney í Ástralíu
 7. Helsinki í Finnlandi
 8. Perth í Ástralíu
 9. Adelaide í Ástralíu
 10. Auckland á Nýja Sjálandi

Verstu borgirnar:

 1. Harare í Zimbabwe
 2. Dhaka í Bangladesh
 3. Port Moresby á Papúa Nýju-Gíneu
 4. Lagos í Nígería
 5. Algeirsborg í Alsír
 6. Tripolí í Líbýu
 7. Karachi í Pakistan
 8. Douala í Kamerún
 9. Teheran í Íran
 10. Abidjan á Fílabeinsströndinni

TENGDAR GREINAR: Vegvísir fyrir Vancouver25 byggilegustu borgirnar
NÝJAR GREINAR: Hræódýr hádegismatur í Köben
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Share |

Mynd: Linh_rOm/Creative Commons