Að fljúga eða fljúga ekki til Íslands

Áform Delta flugfélagsins varðandi flug hingað til lands eru óljós.

Á heimasíðu bandaríska flugfélagsins Delta er hægt að bóka flug milli Keflavíkur og New York í júní og júlí á næsta ári. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins vill hins vegar ekki staðfesta við Túrista að félagið ætli sér að halda Íslandsflugi sínu áfram næsta sumar. Hún segir að sumaráætlun fyrirtækisins verði kynnt í lok mánaðarins eða í byrjun þess næsta og þá eigi línur að skýrast.

Fækkuðu ferðum hingað um þriðjung

Þegar Delta hóf flug til Íslands í byrjun júní í ár þá var tilkynnt að félagið ætlaði sér að fljúga á milli Keflavíkur og New York fram í lok október. En eins og Túristi benti á nokkrum dögum síðar þá var ekki hægt að bóka ferðir með félaginu frá Íslandi eftir 5. september. Í kjölfarið staðfesti félagið að það hefði ákveðið að hætta að fljúga til Íslands í byrjun september, þvert á fyrri yfirlýsingar.

Í ljósi óvissunnar er því vart hægt að mæla með að fólk bóki far með Delta fyrr en fyrirtækið hefur birt áætlanir sínar fyrir næsta sumar.

TENGDAR GREINAR: Delta dregur verulega úr Íslandsflugi.
NÝJAR GREINAR:
Hræódýr hádegismatur í Köben
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: Mynd: Wikicommons / Juergen Lehle