Brátt geta allir hjólað í New York

Þær verða sífellt fleiri borgirnar þar sem túristar geta gengið að hjólum vísum.

Í London, París, Barcelona og fleiri borgum standa víða hjól sem gestir og gangandi geta fengið lánuð. Oft án endurgjalds. Eina sem fólk þarf þá að gera er að skila hjólinu aftur á eitt af stæðunum sem ætluð eru fyrir þessi sérmerktu hjól.

Reynslan í Evrópu af þessari þjónustu er það góð að nú ætla þeir í New York að gera tilraun til að fá íbúana og túrista til að hjóla um borgina.

Verður tíu þúsund hjólum dreift á sex hundruð stæði vítt og breitt um Manhattan og Brooklyn næsta sumar. Engin leiga verður rukkuð fyrir fyrstu þrjú korterin en eftir það kostar hjólatúrinn eitthvað. Hversu mikið er ekki ennþá komið í ljós.

Hér er kynningarmyndband um þessa nýjung:

NÝJAR GREINAR: Stundvísitölur Túrista: Fyrri helmingur september
TENGDAR GREINAR: Gist í klefa í New York – Einföld gisting í flottum umbúðum – New York
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: nycitybikeshare.com