Samfélagsmiðlar

Ferðaminningar ferðamálastjóra

Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri, er víðförul kona sem lætur sig dreyma um frekari ferðalög til framandi landa. Hún segir hér frá ferðum sínum út fyrir landssteinana.

Fyrsta ferðalagið til útlanda:

Ég fluttist ásamt fjölskyldu minni til Bandaríkjanna þegar ég var fjögurra ára, þegar foreldrar mínir fóru í sérnám, hvort á sínu sviði. Ég man auðvitað ekkert eftir ferðinni sjálf, en hún er þeim mun minnisstæðari foreldrum mínum, vegna þess að þegar á Kennedyflugvöll kom og á meðan þau biðu eftir farangrinum, þá hvarf ég. Þegar þau voru búin að ræsa allt eftirlitskerfið á flugvellinum í leit að mér kom ég trítlandi; þau höfðu sem sé kennt mér að greina merki og enskt orð fyrir kvennasalerni – og ég brugðið mér afsíðis. Mér fannst þetta víst ekkert tiltökumál sjálfri, en þarna sýndi sig enn og aftur að örlítil þekking getur verið hættuleg í óvitahöndum.

Best heppnaða utanlandsferðin:

Augsýnilega hlýtur best heppnaða utanlandsferðin að vera þegar ég fór til fundar við dóttur mína í Kína árið 2004 – í það minnsta hefur enginn ferðamaður borið jafn mikil verðmæti með sér heim og ég gerði þá.

Verst heppnaða utanlandsferðin:

Nú er af ýmsu að taka, en líklegast er það þegar mér var boðið að halda erindi á heimsþingi UNESCO um lífsiðfræði í Gíjón, fékk alvarlega magaflensu skömmu eftir komuna, lá veik megnið af tímanum og tókst svo að ata mig tjöru í andlitinu kvöldið áður en ég átti að halda erindið. Löng saga.

Tek alltaf með í fríið:

Höfuðljós (algerlega ómissandi þegar ferðast er til landa þar sem rökkrið líður á örskotsstundu); góð lesning; minnisbók; magatöflur og spritt (sjá hér að ofan).

Vandræðalegasta uppákoman í útlöndum:

Tengist þótt ótrúlegt megi virðast ekki Gíjón, heldur Malawivatni og verður ekki rakin hér.

Besti maturinn sem ég hef smakkað á ferðalagi:

Hvernig er hægt að gera upp á milli steiktra lirfa í Victoria Falls, Dúrían ávaxtar hjá götusala í jaðarhverfi Singapúr eða kaldra franskra kartaflna gegnum rútuglugga við landamæri Malawi og Mósambík? Kannski ekki bestu máltíðirnar, en eftirminnilegar. Ætla samt að nefna morgunverð á sushistað í Tokyo, eftir að hafa vaknað kl. 4 að morgni til að skoða japanskan fiskmarkað. Ógleymanlegt.

Uppáhalds staðurinn í útlöndum:

Allir staðir veraldar sem ég á eftir að heimsækja. Og þeir eru margir.

Draumafríið:

Þau eru mörg!

Löng heimsókn til Kína með dóttur minni

Gönguferð um Nepal

Yfirreið um Indland

Ferð um Vestur-Afríku

Þvælingur um suðurhluta Afríku með viðkomu á Kilimanjaro og Zanzibar

Upplifunarferð til Suður-Ameríku

Sigling um eyjar Karibíska hafsins

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …