Samfélagsmiðlar

Ferðaminningar ferðamálastjóra

Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri, er víðförul kona sem lætur sig dreyma um frekari ferðalög til framandi landa. Hún segir hér frá ferðum sínum út fyrir landssteinana.

Fyrsta ferðalagið til útlanda:

Ég fluttist ásamt fjölskyldu minni til Bandaríkjanna þegar ég var fjögurra ára, þegar foreldrar mínir fóru í sérnám, hvort á sínu sviði. Ég man auðvitað ekkert eftir ferðinni sjálf, en hún er þeim mun minnisstæðari foreldrum mínum, vegna þess að þegar á Kennedyflugvöll kom og á meðan þau biðu eftir farangrinum, þá hvarf ég. Þegar þau voru búin að ræsa allt eftirlitskerfið á flugvellinum í leit að mér kom ég trítlandi; þau höfðu sem sé kennt mér að greina merki og enskt orð fyrir kvennasalerni – og ég brugðið mér afsíðis. Mér fannst þetta víst ekkert tiltökumál sjálfri, en þarna sýndi sig enn og aftur að örlítil þekking getur verið hættuleg í óvitahöndum.

Best heppnaða utanlandsferðin:

Augsýnilega hlýtur best heppnaða utanlandsferðin að vera þegar ég fór til fundar við dóttur mína í Kína árið 2004 – í það minnsta hefur enginn ferðamaður borið jafn mikil verðmæti með sér heim og ég gerði þá.

Verst heppnaða utanlandsferðin:

Nú er af ýmsu að taka, en líklegast er það þegar mér var boðið að halda erindi á heimsþingi UNESCO um lífsiðfræði í Gíjón, fékk alvarlega magaflensu skömmu eftir komuna, lá veik megnið af tímanum og tókst svo að ata mig tjöru í andlitinu kvöldið áður en ég átti að halda erindið. Löng saga.

Tek alltaf með í fríið:

Höfuðljós (algerlega ómissandi þegar ferðast er til landa þar sem rökkrið líður á örskotsstundu); góð lesning; minnisbók; magatöflur og spritt (sjá hér að ofan).

Vandræðalegasta uppákoman í útlöndum:

Tengist þótt ótrúlegt megi virðast ekki Gíjón, heldur Malawivatni og verður ekki rakin hér.

Besti maturinn sem ég hef smakkað á ferðalagi:

Hvernig er hægt að gera upp á milli steiktra lirfa í Victoria Falls, Dúrían ávaxtar hjá götusala í jaðarhverfi Singapúr eða kaldra franskra kartaflna gegnum rútuglugga við landamæri Malawi og Mósambík? Kannski ekki bestu máltíðirnar, en eftirminnilegar. Ætla samt að nefna morgunverð á sushistað í Tokyo, eftir að hafa vaknað kl. 4 að morgni til að skoða japanskan fiskmarkað. Ógleymanlegt.

Uppáhalds staðurinn í útlöndum:

Allir staðir veraldar sem ég á eftir að heimsækja. Og þeir eru margir.

Draumafríið:

Þau eru mörg!

Löng heimsókn til Kína með dóttur minni

Gönguferð um Nepal

Yfirreið um Indland

Ferð um Vestur-Afríku

Þvælingur um suðurhluta Afríku með viðkomu á Kilimanjaro og Zanzibar

Upplifunarferð til Suður-Ameríku

Sigling um eyjar Karibíska hafsins

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …