Fjallakofi Hitlers vinsæll hjá ferðamönnum

Það var metsumar í Arnarhreiðrinu í ár.

Þegar Adolf Hitler varð fimmtugur gáfu félagar hans í Nasistaflokknum honum myndarlegt hús á toppi Kehlstein fjallsins í Bæjaralandi. Hið svokallaða Arnarhreiður.

Rúmum sjötíu árum síðar streyma ferðamennirnir upp í þetta athvarf einræðisherrans, þrátt fyrir sögu staðarins. Í sumar hafa til að mynda þrjú hundruð þúsund gestir komið í húsið sem er tíu prósent aukning frá síðasta ári og nýtt met samkvæmt frétt The Daily Mail.

Þjóðverjar áhugalausir

Langstærsti hluti þeirra sem gera sér ferð uppá topp Kehlstein eru bandarískir og breskir ferðamenn en heimamenn vilja frekar ganga um hlíðar þessa fallega fjalls.

Rútuferðin upp eftir kostar 20 evrur en þeir sem vilja heldur ganga mega búast við að ferðin taki þá um tvo tíma. Í húsinu sjálfu er veitingasala en ekkert safn og það er bara opið á sumrin. Sjá nánar hér.

TENGDAR GREINAR: Ferðamenn flykkjast að húsi Bin Laden
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: az1172/Creative Commons