Framúrstefnuleg farartæki á Heathrow

Rútur verða brátt á undanhaldi á stærsta flugvelli Bretlands.

Þær hringsóla á flugvallarsvæðinu rúturnar sem flytja fólk á milli bygginga Heathrow flugvallar í London. Þessir óumhverfisvænu fólksflutningar kosta sitt en nú sér hins vegar fyrir endann á rútuakstrinum því hafnar eru tilraunir á nýjum rafknúnum farkostum sem fara sína leið án þess að nokkur sitji við stýrið.

Kallast þessi nýju farartæki Pod og munu þau fyrst um sinn skutla fólki á milli bílastæðisins við Terminal 5 bygginguna og aðalflugstöðvarinnar. Tekur túrinn fimm mínútur sem er þrefalt styttri tíma en það tók rúturnar að fara á milli.

Ef allt gengur samkvæmt áætlun munu Pod tækin leysa rúturnar af hólmi á fleiri leiðum á flugvallarsvæðinu í framtíðinni.

TENGDAR GREINAR: Ódýrasta leiðin til og frá tíu flugvöllum
NÝJAR GREINAR: Hingað er ferðinni heitið í vetur

Mynd: Ultra