Gistinóttum okkar í Köben fjölgar um þriðjung

Á fyrri helmingi ársins var töluverð aukning í kaupum Íslendinga á gistingu í höfuðborg Danmerkur.

Það er góður gangur í hótelgeiranum í Kaupmannahöfn og á fyrri helmingi ársins jókst velta gististaðanna þar í borg um nærri fjórðung samkvæmt frétt Berlingske. Á sama tíma hefur gistinóttum Íslendinga í borginni fjölgað um nærri þriðjung samkvæmt tölum á vef Dönsku tölfræðistofnunarinnar. Vægi íslenskra túrista í borginni heldur því áfram að aukast því á síðasta ári varð líka mikil aukning í kaupum Íslendinga á gistingu í gamla höfuðstaðnum.

Orðin dýrari en Osló og Stokkhólmur

Þessar auknu vinsældir Kaupmannahafnar meðal ferðamanna hafa haft þau áhrif að hótelgisting í borginni er nú dýrari en í Osló og Stokkhólmi. En þær tvær borgir hafa hingað til vermt efstu sætin á listunum yfir þær borgir þar sem hótelin eru dýrust öfugt við danska höfuðstaðinn.

TENGDAR GREINAR: Hræódýr hádegismatur í Köben
TILBOÐ
Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: Wonderful Copenhagen