Dönsk ferðaskrifstofa tvöfaldar framboð sitt af barnlausum hótelum.
Fyrir þremur árum bauð ferðaskrifstofan Spies í Danmörku í fyrsta skipti uppá gististaði þar sem aðeins sextán ára og eldri fá að búa. Þessi nýjung sló í gegn og verða því barnlausu hótelin í sumarbæklingi Spies á næsta ári tvöfalt fleiri en áður samkvæmt frétt Berlingske.
Þessi sérstöku hótel eru alla jafna með þeim dýrustu á sólarströndum Kanarí, Tyrklands, Grikklands og Taílands.
NÝJAR GREINAR: Stundvísitölur Túrista: Fyrri helmingur september
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista