Íslandsflug Airberlin í föstum skorðum

Þýska lággjaldarflugfélagið setur stefnuna á Ísland sjöunda sumarið í röð.

Þau eru örfá erlendu flugfélögin sem til Íslands fljúga og ekkert þeirra flýgur hingað frá jafn mörgum borgum og hið þýska Airberlin. Eða sex talsins. Næsta sumar mun félagið taka upp þráðinn að nýju samkvæmt því sem Túristi hefur fengið staðfest hjá talsmanni þess.

Verður þetta sjöunda sumarið sem Airberlin heldur úti áætlunarflugi hingað til lands.

Íslandsflug fyrirtækisins hefst um miðjan júni og varir fram í september. Flogið verður til Berlínar, Stuttgart, Munchen, Hamborgar og Dusseldorf í Þýskalandi ásamt Vínarborg í Austurríki. Um er að ræða næturflug í öllum tilvikum.

TENGDAR GREINAR: Að fljúga eða fljúga ekki til Íslands – Sýna vetrarflugi til Íslands ekki áhuga
NÝJAR GREINAR: Brátt geta allir hjólað í New York
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: Airberlin