Keflavík tíundi vinsælasti áfangastaðurinn til og frá Kastrup

Farþegum á milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu þrjú ár.

Í sumar flugu nærri 142 þúsund farþegar á milli Kaupmannahafnar og Keflavíkur. Þetta er aukning um sjö prósent frá því í fyrra og mesti fjöldi á þessari flugleið síðan sumarið 2008 samkvæmt tölum frá Kaupmannahafnarflugvelli. Aðeins níu aðrir flugvellir geta státað af meiri vinsældum meðal flugfarþega á Kastrup. En Keflavík komst ekki á topp tíu listann í fyrra.

Hafa ber í huga að farþegarnir eru taldir þegar þeir lenda og líka þegar þeir fara, og öfugt. Eru því sennilega velflestir tvítaldir.

Höfuðborgir nágrannþjóðanna vinsælar

London er sá áfangastaður sem langflestir farþegar á Kastrup fljúga til. Höfuðborgir hinna Norðurlandanna eru þó allar á listanum ásamt París, Frankfurt, Barcelona, Amsterdam og Álaborg sem er eina danska borgin á listanum.

NÝJAR GREINAR: Fjallakofi Hitlers vinsæll hjá ferðamönnum
TENGDAR GREINAR: Mesta aukningin á Keflavíkurflugvelli
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: Woco / Morten Bjarnhof