Margir ætla til útlanda á næstunni

Lesendur Túrista verða á faraldsfæti næstu mánuði ef marka má könnun síðunnar.

Hátt í sjötíu prósent þeirra sem tóku þátt í lesendakönnun Túrista segjast ætla í utanlandsferð fyrir áramót. Tæplega 12 prósent fara kannski út en aðeins fimmti hver ætlar að halda sig á Íslandi út þetta ár. Á sjötta hundrað svör fengust í könnuninni.

Samkvæmt þjóðarpúlsi Capacent Gallup fóru 41 prósent landsmanna til útlanda í sumar. Samanborið við þá niðurstöðu er greinilegt að lesendur Túrista eru miklu ferðaglaðari en aðrir hér á landi.

Núna spyrjum við: Finnst þér mikilvægt að morgunmatur sé innifalinn í hótelgistingunni? (Svarið hér hægra megin).

TENGDAR GREINAR: Meirihlutinn kýs tengiflug frá Kastrup
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista
NÝJAR GREINAR: Nú lenda allir á sama stað í Berlín

Mynd: Túristi