Meirihlutinn kýs tengiflug frá Kastrup

Kaupmannahöfn hentar betur til millilendinga en London að mati lesenda.

Hafi lesendur Túrista val um að millilenda í Kaupmannahöfn eða London á leið út í heim þá myndu sex af hverjum tíu velja fyrri kostinn. Þetta er niðurstaða lesendakönnunar síðunnar sem rúmlega fimm hundruð svör fengust í.

Þó framboðið á flugleiðum sé ekki eins gott frá Kastrup og til dæmis Heathrow í London þá kýs meirihlutinn danska flugvöllinn. Þeim hefur reyndar fjölgað flugfélögunum sem hafa bætt Kaupmannahöfn við leiðarkerfi sitt síðustu misseri, til dæmis Qatar Airways og Emirates.

Kaupmannahafnarflugvöllur var í vor útnefndur sá besti í Norður-Evrópu í könnun sem 11 milljón flugfarþegar tóku þátt í.

TENGDAR GREINAR: Flugvellir sem hampa snjallsímum
TILBOÐ:
Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: Cph.dk