Nú lenda allir á sama stað í Berlín

Næsta sumar verður þriðji stærsti flugvöllur Þýskalands tekinn í notkun.

Þeir voru lengi vel þrír alþjóðlegu flugvellirnir í Berlín. Tempelhof var hins vegar lokað fyrir þremur árum og á næsta ári heyrir Tegel, í vesturhluta borgarinnar, sögunni til. Eftir stendur þá Schönefeld í austurhlutanum þar sem nú rísa risastórar flugstöðvarbyggingar, lestarstöð og sjötíu og tveggja metra hár flugturn.

Framkvæmdum líkur í byrjun næsta sumars og þá verður nafni flugvallarins breytt í Berlin Brandenburg Airport Willy Brandt og til verður þriðji stærsti flugvöllur Þýskalands, næst á eftir Frankfurt og Munchen.

Stutt í bæinn

Gert er ráð fyrir að þrjátíu milljón farþegar fari um hinn nýja Berlínarflugvöll á hverju ári. Stærsti hluti þeirra setur vafalítið stefnuna á heimsókn til borgarinnar og það er því mikill kostur að lestarferðin mun aðeins taka 20 mínútur frá vellinum og inn í bæ.

Iceland Express flýgur héðan allt árið til Berlínar en Icelandair og Airberlin á sumrin.

Smelltu hér til að skoða tölvuteikningar af nýja flugvellinum.

TENGDAR GREINAR: Tvö glæný hótel í Berlín
NÝJAR GREINAR: Brátt geta allir hjólað í New York

Teikningar: Björn Rolle/Berlin Airport