Stundvísitölur Túrista: Fyrri helmingur september

Áttatíu og fimm prósent véla Icelandair koma og fara á réttum tíma og tvær af hverjum þremur hjá Iceland Express.

Nú þegar háannatíminn í ferðageiranum er að baki hefur flugferðum til og frá landinu fækkað. Hjá Iceland Express voru ferðirnar til að mynda rúmlega helmingi færri á fyrri hluta þessa mánaðar en á sama tíma í júlí. Hjá Icelandair nemur fækkunin um fimmtán prósent.

Þessi samdráttur í komum og brottförum hjá Iceland Express hefur haft mjög jákvæð áhrif á stundvísina því á fyrri hluta þessa mánaðar fóru nærri átta af hverjum tíu ferðum fyrirtækisins á tíma. Þetta eru miklu betri tölur en sést hafa í sumar.

Frammistaða Icelandair er nálægt því að vera sú besta síðan að Túristi hóf að reikna út stundvísitölur sínar. Um níu af hverjum tíu vélum fóru á réttum tíma frá Leifsstöð og um áttatíu prósent af komum stóðust áætlun. Biðin var að jafnaði fimm mínútur eins og sjá má á töflunni hér að neðan.

Stundvísitölur Túrista, 1. til 15. september (tölur í sviga eru niðurstöður 16. til 31. ágúst).

1. – 15. sept. Hlutfall brottfara á tíma Meðalseinkun brottfara Hlutfall koma á tíma
Meðalseinkun koma Hlutfall ferða á tíma
Meðalbið alls
Icelandair 88% (79%) 5 mín (9 mín) 82% (76%) 5 mín (12 mín) 85% (78%) 5 mín (11 mín)
Iceland Express 78% (59%) 10 mín (24 mín) 57% (57%) 24 mín (25 mín) 67% (58%)

17 mín (24 mín)

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfaratímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar af öllum seinkunum sem eru meira en stundarfjórðungur.

TENGDAR GREINAR: Ætla að birta tölur um stundvísi sína – Stundvísitölur Túrista: Framför hjá Iceland Express
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: Túristi.