Svona er hægt að fylla farþega­rýmið á sem stystum tíma

Það myndi spara tíma ef fólkið í glugga­sæt­unum færi fyrst inn.

Stundum er allt stopp í flug­vélagang­inum þegar farþeg­arnir basla við að koma hand­far­angr­inum sínum fyrir. Sum flug­félög reyna að koma í veg fyrir þessa stíflu með því að biðja fólkið í öftustu röðunum að ganga fyrst inn í vélina en sú aðferð virðist ekki hafa gefið góða raun því hún er ekki útbreidd.

Nú hefur hins vegar banda­rískur stjar­neðl­is­fræð­ingur birt niður­stöður mælinga sem sýna að það tekur miklu skemmri tíma að fylla þoturnar með því að biðja þá sem eru í glugga­sæt­unum að fara fyrst um borð. Svo þá sem sitja í miðj­unni og að lokum fólkið við ganginn. Með þessari aðferð tekur aðeins þrjár og hálf mínútu að fylla farþega­rýmið á Boeing 757 þotu. Það er helm­ingi skemmri tími en þegar fólkið aftast er kallað inn fyrst og svo koll af kolli.

Samkvæmt frétt The Independent er hins vegar ólík­legt að þetta verklag muni ná mikilli hylli því þá yrðu fjöl­skyldur, sem sitja ættu saman, að ganga um borð í sitt­hvoru lagi.

NÝJAR GREINAR: Stund­vísi­tölur Túrista: Framför hjá Iceland Express
TILBOÐ: Kaup­manna­höfn: Hotel Sct Thomas — 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: Luft­hansa