Svona er hægt að fylla farþegarýmið á sem stystum tíma

Það myndi spara tíma ef fólkið í gluggasætunum færi fyrst inn.

MYND: LUFTHANSA

Stundum er allt stopp í flugvélaganginum þegar farþegarnir basla við að koma handfarangrinum sínum fyrir. Sum flugfélög reyna að koma í veg fyrir þessa stíflu með því að biðja fólkið í öftustu röðunum að ganga fyrst inn í vélina en sú aðferð virðist ekki hafa gefið góða raun því hún er ekki útbreidd.

Nú hefur hins vegar bandarískur stjarneðlisfræðingur birt niðurstöður mælinga sem sýna að það tekur miklu skemmri tíma að fylla þoturnar með því að biðja þá sem eru í gluggasætunum að fara fyrst um borð. Svo þá sem sitja í miðjunni og að lokum fólkið við ganginn. Með þessari aðferð tekur aðeins þrjár og hálf mínútu að fylla farþegarýmið á Boeing 757 þotu. Það er helmingi skemmri tími en þegar fólkið aftast er kallað inn fyrst og svo koll af kolli.

Samkvæmt frétt The Independent er hins vegar ólíklegt að þetta verklag muni ná mikilli hylli því þá yrðu fjölskyldur, sem sitja ættu saman, að ganga um borð í sitthvoru lagi.