10 bestu evrópsku borgirnar fyrir sælkera

Ítalía er landið fyrir matgæðinga samkvæmt netsíðunni Tripadvisor.

Það er hluti af ferðalaginu fyrir flesta að kynna sér aðeins eldhús þess lands sem ferðast er til. Þannig er fáar Spánarreisur fullkomnaðar án viðkomu á tapasbar og þeir sem koma til Austurríkis fara varla úr landi án þess að panta Vínarsnitsel.

Matarmenning landanna eru þó æði misjöfn og ekki víst að allir túristar séu tilbúnir til að borða eingöngu rétti heimamanna á meðan ferðalaginu stendur. En þeir sem það vilja gera ættu kannski að renna yfir listann hér að neðan áður en reisa næsta sumars er bókuð.

Tíu bestu matarborgirnar í Evrópu að mati Tripadvisor:

  1. Flórens
  2. París
  3. Róm
  4. Sorrento
  5. York
  6. Siena
  7. Bologna
  8. San Sebastian
  9. Barcelona
  10. Edinborg

TENGDAR GREINAR: Hræódýr hádegismatur í Köben – 10 ferðamannastaðir í útrýmingarhættu
NÝJAR GREINAR: Brátt geta allir hjólað í New York
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: Alaskan Dude/Creative Commons