10 vinsælustu vörurnar í Fríhöfninni

Áfengi og sælgæti selst vel út á Keflavíkurflugvelli.

Það er alþekkt að verðið á áfengi er hvergi lægra hér á landi en í verslunum Fríhafnarinnar. Það eru því margir flugfarþegar sem kaupa tollinn sinn eins og sést á listanum hér að neðan yfir þær vörur sem hafa selst best í Fríhöfninni frá 1. ágúst.

Áfengir drykkir eru þar áberandi og engin tegund selst betur en Víking bjór. Pínkulitlar brennivíns- og vodkaflöskur seljast einnig vel og eini óáfengi drykkurinn er vatn.

Dálæti viðskiptavina Fríhafnarinnar á M&M sælgætinu leynir sér ekki því þrjár tegundir af þessu gotteríi eru eina fasta fæðan sem kemst á listann.

Vinsælustu vörurnar í Fríhöfninni:

  1. Víking bjórkippur, 50cl
  2. M&M Peanut butter, 360gr
  3. Egils Gull bjórkippur, 50cl
  4. Brennivín miniature, 5cl
  5. M&M Chocolate, 357gr
  6. M&M Peanut, 357gr
  7. Reyka Vodka, 5cl
  8. Brennivín, 50cl
  9. Iceland Spring, 50cl
  10. Tuborg Grøn bjórkippur, 50cl

TENGDAR GREINAR: Fríhöfnin eykur úrvalið af íslenskum fötum
NÝJAR GREINAR: Ertu gulur, blár eða fjólublár flugfarþegi?

Mynd og heimildir: Fríhöfnin