Aðeins eitt klósett fyrir nærri 200 farþega

Enn ein sparnaðarhugmyndin frá írska flugfélaginu Ryanair lítur dagsins ljós.

Það myndast oft biðraðir við salernin um borð í flugvélum. Jafnvel þó þau séu þrjú í hefðbundnu þotum. Þessir þröngu kamrar taka sitt pláss og nú hafa forsvarsmenn Ryanair viðrað þá hugmynd að fjarlægja tvö klósett og setja í staðinn sex sæti. Myndi þessi aðgerð lækka fargjaldið um allt að fimm prósent samkvæmt þeirra útreikningum.

Forstjóri félagsins, Michael O´Leary, segir í viðtali við The Independent að sjaldnast séu öll þrjú salernin um borð vélum Ryanair nýtt á styttri flugleiðum. Því vilji hann fá Boeing flugvélaframleiðandann til að endurhanna farrými vélanna svo hægt sé að koma þar fyrir fleiri farþegum á kostnað klósettanna.

NÝJAR GREINAR: Skoðum skó betur en aðrir
TENGDAR GREINAR: Aprílgapp Ryanair?Dregur úr vexti Ryanair

Mynd: Wikicommons