Samfélagsmiðlar

Ertu gulur, fjólublár eða blár flugfarþegi?

Ný leið til að stytta biðina í öryggishliðinu.

Svona verður vopnaleitin í Leifsstöð kannski innan fárra ára.
Með tilkomu sjálfsafgreiðsluvéla og netinnritunnar er orðið auðveldara að tékka sig inn í flug þó biðraðirnar við afgreiðsluborðin geti ennþá verið óskaplega langar.

Við öryggishliðið hefur tæknin hins vegar ekki stytt biðina og ennþá þurfa farþegar að setja vökva ofan í poka, taka tölvur upp úr töskum, losa beltið og jafnvel fara úr skónum. Upphaf á ferðalagsins getur því reynt á þolinmæði farþeganna og því vilja alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, breyta.

Nýlega hófust prófanir á nýjum vopnaleitartækjum sem samtökin hafa látið þróa og vonast til að muni stytta biðina við öryggishliðin.

Þar eiga þeir sem ferðast oft að ganga inn um blátt öryggishlið, hefðbundnir farþegar fara um fjólubláa hliðið en þeir sem taldir eru grunsamlegir þurfa að fara í gegnum það gula.

Síðan ganga allir í gegn án þess þó að þurfa fara út skóm, taka af sér belti eða setja vökva í poka því á leiðinni eru nokkrir skannar sem leita að grunsamlegum hlutum á farþeganum og í handfarangri.

Framkvæmdastjóri IATA segir í viðtali við AP fréttaveituna að í dag fari alltof langur tími í vopnaleit á 99,9 prósent farþega og með því að bæta tæknina og nota þær upplýsingar sem til eru um farþegana þá megi stytta afgreiðslutímann töluvert.

Nýja kerfið er nú til prufu á flugvöllum í Dallas og Miami en markmiðið er að á næstu þremur til sjö árum verði þessi tæki kominn í gagnið út um allan heim.

Hér er myndband sem sýnir hvernig vopnaleit framtíðarinnar fer fram:

http://www.youtube.com/watch?v=uie1Ijyr8DE

TENGDAR GREINAR: Við skoðum skó betur en aðrir
TILBOÐ: 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista á ódýru hóteli í Kaupmannahöfn

Myndir og myndband: IATA

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …