Foreldrar óska sér frí án barna

Ferðavenjur flestra breytast þegar krakkarnir koma.

Það reyna margir nýbakaðir foreldrar að halda í gamla lífið. Fljótlega sætta flestir sig þó við að fátt verður aftur eins og það var, meðal annars utanlandsferðirnar. Það er nefnilega ekki svo auðvelt að fara með börn í borgarferð þar sem dagskráin er ekki sérsniðin fyrir þau og bílaferðalag getur reynt foreldrana nema þau séu til í að hlusta á sömu barnaplöturnar aftur og aftur.

Það þarf því ekki að koma á óvart að þriðjungur foreldra dreymir um að komast í frí án barnanna samkvæmt könnun heimasíðunnar Skyscanner. Fimmta hvert foreldri segist velja áfangastaði sem ekki tekur langan tíma að fljúga til og 28 prósent þeirra segir ferðakostnaðinn hækka of mikið með tilkomu barnanna.

NÝJAR GREINAR: Skoðum skó betur en aðrir
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: spiesteleviv/Creative Commons