Hverjir eiga erindi á Hróarskelduhátíðina?

Stjórnendur stærstu tónlistarhátíðar Danmerkur leita til almennings.

Þeir verða væntanlega fjölmargir sem gera sér ferð til Danmerkur í júlí til að vera viðstaddir Hróarskelduhátíðina, eina fjölmennustu tónlistarhátíð Norðurlanda. Festívalið hefst fimmtudaginn fimmta júlí og lýkur sunnudaginn áttunda og á þeim tíma munu hátt í 170 hljómsveitir troða upp.

Það er vandasamt verk að setja saman þessa dagskrá og biðja aðstandendur hátíðarinnar því fólk um að senda sér óskalista með nöfnum þeirra tónlistarmanna og hljómsveita sem það vill sjá stíga á stokk á Sjálandi næsta sumar.

Óskalistann má fylla út hér.

NÝJAR GREINAR: Aðeins eitt klósett fyrir nærri 200 farþegaSkoðum skó betur en aðrir

Mynd: Jens Dige/Rockphoto/Roskilde festival