Loks „app“ frá Leifsstöð

Á næsta ári mun síminn spara flugfarþegum í Keflavík sporin.

Fjöldi flugvalla nýtir sér snjallsímatæknina til að auðvelda farþegum að sækja upplýsingar um komu- og brottfaratíma með símanum sínum. Þessi þjónusta virðist falla í góðan jarðveg, til að mynda sóttu þrjátíu þúsund manns sér app flugvallarins í Osló fyrstu dagana eftir að því var hleypt af stokkunum. Í Kaupmannahöfn hafa vinsældirnar einnig verið miklar.

Hér á landi hefur hins vegar ekkert bólað á þessari þjónustu en nú hefur Túristi fengið það staðfest hjá Flugstöð Leifs Eiríkssonar að hafin sé vinna við þróun á snjallsímaforriti og stefnt er að því að taka það í notkun á næsta ári. Farþegar þar á bæ þurfa þá ekki lengur að leita uppi sjónvarpsskjái til að fá nýjustu upplýsingar um flugáætlunina.

Samkvæmt athugun Túrista á úrvalinu á Android markaðnum og Appstore bjóða flestir evrópsku flugvellirnir, sem flogið er beint til héðan, uppá þessa símaþjónustu og í öllum tilvikum er hún ókeypis.

TENGDAR GREINAR: Flugvellir sem hampa snjallsímumSkoðum skó betur en aðrir
NÝJAR GREINAR: Bestu borgaranir í New York

Mynd: Túristi