Reka smiðshöggið á Sagrada Família árið 2028

Eitt þekktasta kennileiti Barcelona hefur verið í byggingu í 129 ár.

Það sér fyrir endann á byggingu dómkirkjunnar Sagrada Família í Barcelona. Vonast byggingameistarar hennar til að geta snúið sér að öðrum verkefnum í síðasta lagi árið 2028. Þá verða liðin nærri hundrað og fimmtíu ár frá fyrstu skóflustungunni og rúm öld frá láti arkitektsins, Antoni Gaudí.

Í dag eru átta af átján turnum kirkjunnar tilbúnir en sá hæsti, sem verður 170 metrar, verður kominn með kross á toppinn eftir sjö ár samkvæmt frétt Daily Mail.

Þrátt fyrir að byggingin sé ókláruð er hún sá staður í Barcelona sem laðar til sín flesta ferðamenn og er á heimsminjalista Unesco.

NÝJAR GREINAR: Nú lenda allir á sama stað í Berlín
VEGVÍSIR: Barcelona

Mynd: Bernard Gagnon/Wikicommons