Segir Karl prins ætla að breyta höllinni í hótel

Buckingham höll verður ekki heimili Karls Bretaprins þegar hann tekur við krúnunni er fullyrt í nýrri bók.

Meðal þess sem rætt er í teboðum bresku konungsfjölskyldunnar er flutningur frá Buckingham höll í London. Í kjölfarið yrði slottinu breytt í hótel og samkomuhús fyrir alls kyns stórviðburði enda er nægt pláss þar á bæ. Ekkert verður þó úr þessum áætlunum fyrr en að Karl prins tekur við krúnunni af móður sinni, Elísabetu annarri.

Prinsinn býr í dag í Windsor kastala, fyrir vestan Lundúnir og yrði sá bústaður nýttur sem aðalheimili þjóðarleiðtoga Bretlands í framtíðinni. Þetta kemur fram í nýrri bók BBC blaðamannsins Andrew Marr sem sagt er frá á síðunni Breakingtravelnews.com

Í dag er Buckingham höll einn vinælasti viðkomustaður ferðamanna í London og næsta víst að margir þeirra væru til í að gista. Þessi mikla breyting á háttum konungsfjölskyldunnar myndi því væntanlega skila henni umtalsverðum tekjum.

TENGDAR GREINAR: Ódýr gluggalaus hótelherbergi í London
NÝJAR GREINAR: Skoðum skó betur en aðrir

Mynd: Visit London