Samfélagsmiðlar

Skoðum skó betur en aðrir

Sá evrópski flugvöllur er vandfundinn þar sem leitað er jafn ítarlega í skóm farþega og gert er í Leifsstöð.

Við öryggisleitina á Keflavíkurflugvelli þurfa allir farþegar að fara úr skónum. Öfugt við það sem gengur og gerist á flugvöllum frændþjóðanna eins og Túristi greindi frá í lok sumars. Svo virðist sem þessar miklu öryggisráðstafanir hér á landi séu einstakar í Evrópu. Því samkvæmt þeim upplýsingum sem Túristi hefur aflað sér hjá þeim þrettán flugvöllum sem flogið er til frá Keflavík í vetur er hvergi leitað í skóm allra farþega. Víða er eftirlitið handahófskennt og farþegar í háum hælum eða stígvélum beðnir um að fara úr skónum en aðeins hér á landi er eitt látið yfir alla ganga.

Hliðin píptu í tíma og ótíma

Það eru forsvarsmenn Isavia, rekstraraðila Keflavíkurflugvallar, sem ákveða hvaða reglur gilda þar varðandi skoðun á skóm. Ástæðan fyrir þessu stranga eftirliti er meðal annars sú, „að menn voru orðnir langþreyttir á þeim töfum sem orsökuðust af því að hliðin virtust pípa í tíma og ótíma. Jafnvel þótt ekki væri að finna neina aðra skýringu en þá að viðkomandi væri í skóm með málmfjöður/plötu í botninum eða reimakósa úr málmi“, eins og það er orðað í svari Innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Túrista um skoðun stjórnvalda á því hvort reglurnar ættu að vera harðari hér.

Í svarinu segir líka, „…er það mat ráðuneytisins að sú leið sem valin hefur verið við skoðun á skófatnaði sé á engan hátt íþyngjandi fyrir flugfarþega og stuðli þvert á móti að því að auka öryggi í flugi og flýta fyrir afgreiðslu við flugvernd…“. Túristi telur víst að það sé líka markmið yfirvalda í hinum Evrópulöndunum að tryggja öruggar flugsamgöngur þó ekki hafi verið gengið jafn langt og hér á landi. Þetta íslenska eftirlit veldur líklega hluta farþega óþægindum, til dæmis gamalmennum og þeim sem ferðast með ungabörn. Nýleg lesendakönnun Túrista leiddi í ljós að þrír af hverjum fjórum telja ekki réttlætanlegt að reglur hér séu strangari en í nágrannalöndunum.

NÝJAR GREINAR: 10 bestu evrópsku borgirnar fyrir sælkera – Fjallakofi Hitlers vinsæll hjá ferðamönnum
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: Túristi

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …