Stærsta Lególandið

Jósku leikföngin eignast land í Flórída.

Sigurför kubbanna frá danska bænum Billund ætlar seint að ljúka. Vinsældir þeirra vestanhafs hafa aldrei verið meiri og um helgina var opnað Lególand á miðjum Flórídaskaga, í klukkutíma akstursfjarlægð frá Orlandó. Lególöndin eru nú fimm talsins en hið fyrsta opnaði í heimabæ kubbanna á Jótlandi árið 1968. Síðar bættist við eitt í Windsor í Englandi, annað í Günsburg í Þýskalandi og Carlsbad í Kaliforníu.

Ekkert stærra en þetta

Á Flórída, líkt og í hinum Lególöndunum, hafa byggingameistarar fyrirtækisins fengið að láta ljós sitt skína og reist þar hin ótrúlegustu kubbahús og annað sem venjulegir kubbarar geta ekki leikið eftir. Þar er líka að tugi tívolítækja og vatn þar sem fært sjóskíðafólk mun sýna kúnstir sínar. Samkvæmt tilkynningu frá Legó er ekkert land á þeirra vegum stærra en það sem opnaði um helgina.

Það kostar 75 dollara inn fyrir fullorðna (um 8700 íslenskar krónur) og 65 dollar fyrir börn. Sjá nánar á heimasíðu Lególands í Flórída.

TENGDAR GREINAR: Í Legó í fríinuHrekkjavaka í Tívolí

Mynd: Legoland