Stundvísitölur Túrista: Brottfarir oftar á áætlun en komur

Flestar brottfarir Icelandair og Iceland Express voru á tíma í seinni hluta september.

Það reyndi ekki mikið á þolinmæði farþega í millilandaflugi á seinni hluta mánaðarins. Nítíu og fimm prósent ferða Icelandair frá Keflavík fóru nefnilega í loftið á réttum tíma og nærri níu af hverjum tíu vélum Iceland Express.

Komutímar stóðust hins vegar ekki eins oft áætlun, til dæmis í rétt rúmlega helmingi tilvika hjá Iceland Express. Í heildina voru því 71% flugferða félagsins, til og frá Keflavík, á tíma í seinni hluta mánaðarins og 87 prósent hjá Icelandair. Þess ber þó að geta að tölur fyrir 23. september eru ekki með í útreikningunum vegna mistaka við úrvinnslu.

Stundvísitölur Túrista, 16. til 30. september (tölur í sviga eru niðurstöður fyrri hluta mánaðarins).

16. – 30. sept. Hlutfall brottfara á tíma Meðalseinkun brottfara Hlutfall koma á tíma
Meðalseinkun koma Hlutfall ferða á tíma
Meðalbið alls
Icelandair 95% (88%) 3 mín (5 mín) 79% (82%) 8 mín (5 mín) 87% (85%) 6 mín (5 mín)
Iceland Express 88% (78%) 10 mín (10 mín) 54% (57%) 31 mín (24 mín) 71% (67%)

21 mín (17 mín)

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfaratímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar af öllum seinkunum sem eru meira en stundarfjórðungur.

NÝJAR GREINAR: Nú lenda allir á sama stað í Berlín
TENGDAR GREINAR: Stundvísitölur Túrista: Fyrri helmingur september
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: Túristi