Þau lönd sem flestir ætla að heimasækja

Þangað liggur ferðamannastraumurinn næstu árin.

Það er ýmsu að taka fyrir þá sem ferðast til Bandaríkjanna og það þarf því ekki að koma á óvart að flestir ferðamenn setja stefna þangað á næstu tveimur árum. Eða einn af hverjum fimm. Litlu færri ætla sér til Bretlands. Japan er svo í þriðja sæti yfir þau lönd sem flestir ætla sér að ferðast til á næstu 24 mánuðum.

Þetta kemur fram í niðurstöðum alþjóðlegrar könnunar sem kortafyrirtækið Visa gerði og hátt í tólf þúsund manns tók þátt í.

Að meðaltali eyddu þátttakendurnir hátt í 1500 dollurum (um 180.000 krónum) á síðasta ferðalagi. Það er vel innan við helmingurinn af því sem meðal Ástralinn notar þegar hann fer úr landi en engin þjóð eyðir meiru í útlöndum en þeir samkvæmt könnuninni.

TENGDAR GREINAR: 10 ferðamannastaðir í útrýmingarhættu – Vinsælustu ferðamannastaðir samkynhneigðra – 10 vinsælustu ferðamannalöndin
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: © NYC & Company