Eiffelturninn lagfærður

Það vantar pláss fyrir fleiri túrista í þekktasta kennileiti Parísar.

Vinsældir Eiffelturnsins meðal ferðamanna í París fara langt frá því dvalandi og á síðasta ári kíktu sjö milljónir manns þar við. Á útsýnispallinum á fyrstu hæð verður því oft þéttskipaður bekkurinn og nú á að auka gólfplássið þar til muna með glersvölum sem snúa inn í turninn sjálfan. Ekki verður hróflað við ytra byrði hans.

Framkvæmdir hefjast á næsta ári og munu standa fram á mitt árið 2013 án þess þó að loka þurfi þessum rúmlega þrjú hundruð metra háa turni á meðan.

NÝJAR GREINAR:  Hanastél sem bragðast betur í háloftunum
FRÍVERSLUN: París – 4 nætur á verði þriggja

Mynd: SETE