Samfélagsmiðlar

Ekki svo einfalt með Easy Jet

Farþegar breska lággjaldaflugfélagsins þurfa að ferðast út á Luton flugvöll um miðja nótt til að ná fluginu til Keflavíkur.

Íslenskir flugfarþegar eru vanir því að vakna um miðja nótt til að ná flugi út í heim því meirihluti brottfara frá Keflavík er árla dags. Sem betur fer eru morgunflug til Íslands sjaldgæf því það getur verið flókið að ferðast um erlenda stórborg um miðja nótt til að komast út á flugvöll. Farþegar Easy Jet á leið til Íslands þurfa þó að búa sig undir þess háttar næturbrölt því vélar félagsins frá London-Luton flugvelli fara í loftið klukkan tuttugu mínútur í sjö þriðjudaga og fimmtudaga en korter yfir sjö á sunnudögum.

Rúta, leigubíll eða lest

Líkt og hjá öðrum flugfélögum hefst innritun í flug Easy Jet tveimur tímum fyrir brottför. Farþegar þurfa því að vera komnir á flugvöllinn uppúr klukkan hálf fimm.

Þeir sem gista í London hafa úr nokkrum kostum að velja til að ná út á völl í tíma. Sá þægilegasti en jafnframt sá dýrasti er að taka leigubíl og tekur túrinn frá miðborg Lundúna um klukkutíma og kostar á bilinu 80 til 100 pund (15 til 19 þúsund íslenskar). Flugrútur ganga alla nóttina og bjóða nokkur fyrirtæki uppá þá þjónustu, þar á meðal flugfélagið sjálft undir heitinu Easy bus. Vagnar þess keyra frá nokkrum stöðum í London og eru ódýrstu fargjöldin á tvö pund. Það er þó raunhæft að reikna með að farið kosti að lágmarki 25 pund (um 4600 íslenskar). Leið 757 hjá Green Line strætisvögnunum er ódýrari kostur en ferðalagið tekur um einn og hálfan tíma frá miðborginni. Að lokum er það lestin sem fer á klukkutíma fresti á nóttinni frá London Pancras stöðinni og kostar farið 12,5 pund (um 2300 krónur). Sú sem fer átta mínútur í fjögur frá London rennir í hlað á Luton Airport Parkway stöðinni  þremur korterum síðar. Þaðan ganga rútur út á flugvöll á frá klukkan fimm á morgnana. Þessi kostur er því ekki heppilegur fyrir aðra en þá sem hafa bókað sig inn á netinu og eru aðeins með handfarangur. Þeir þurfa nefnilega ekki að vera komnir út á völl tveimur tímum fyrir brottför.

Margir eyða nóttinni í flugstöðinni

Eins og sést á þessari upptalningu þá er ekki auðvelt að komast frá London og út til Luton um miðja nótt og samkvæmt fjölmiðlafulltrúa flugvallarins er alltaf hópur af farþegum sem eyðir nóttinni á göngum flugstöðvarinnar. Þar eru kaffihús opin allan sólarhringinn. Flugvallahótel eru sennilega heppilegasti kosturinn fyrir þá sem millilenda í Luton á leiðinni heim til Íslands.

Flug Easy Jet leggja oft snemma í hann og miðað við hversu stórt félagið er þá er greinilegt að margir láta næturferðalag út á Luton flugvöll ekki stoppa sig. En hvort íslenskir túristar eru til í að byrja og enda utanlandsferðina á því að vakna um miðja nótt á eftir að koma í ljós.

Á heimasíðu Luton-London flugvallar er að finna nánari upplýsingar um hvernig komast má út á völl. Sjá hér.

TENGDAR GREINAR: Easy Jet eykur framboðið um eitt prósentÓdýrast leiðin til og frá tíu flugvöllum
NÝJAR GREINAR: Meirihlutinn vildi morgunmat og nú er hann ókeypis

Mynd: Easy Jet

Nýtt efni

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …