Samfélagsmiðlar

Ferðaminningar Magnúsar Orra Schram

Skátamót í Ástralíu og ferðalag með slóvenskum skemmtikröftum er meðal þess sem þingmaðurinn Magnús Orri Schram hefur upplifað á ferðalögum sínum til útlanda.

Fyrsta ferðalagið til útlanda:

Fyrsta ferðin sem ég man eitthvað eftir er fjölskylduferðalag til Evrópu sumarið 1982. Þá var ég tíu ára gamall. Flogið var til Lúxemborg og svo ekið suður á bóginn til Lignano á Ítalíu. Ferðin var spennandi fyrir margra hluta sakir en hápunkturinn var líklega að upplifa sigur Ítalíu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem haldið var á Spáni á sama tíma. Áhugamenn um knattspyrnu muna þessa keppni líklega vel, enda var hún stórskemmtileg t.d. eftirminnilegur leikur milli Ítalíu og Brasilíu sem endaði 3-2 fyrir þá fyrrnefndu. Það var mikil upplifun að fylgja Ítölum í gegnum keppnina og upplifa svo sigurgleðina á götum úti þegar þeir höfðu lagt Þjóðverja í úrslitaleik.

Best heppnaða utanlandsferðin:

Þær hafa verið margar ánægjulegar. Þar koma upp í hugann ýmsar fjölskylduferðir með konu minni Herdísi og börnum okkar tveimur, t.d. sólarlandaferð til Spánar og vorferð til Parísar. Þegar ég var 14 ára fór ég á skátamót í Ástralíu með um 100 íslenskum skátum og dvöldum við þar í tæplega mánuð. Þetta þótti mjög merkilegt ferðalag á sínum tíma. Þá tók ég mér frí eitt ár eftir menntaskóla og lagðist í langt bakpokaferðalag um A-Evrópu og N-Afríku. Stoppaði reyndar einu sinni á leiðinni þegar ég var búinn með peninginn og vann á hestabúgarði í Austurríki í sex vikur. Fór svo aftur af stað. Þetta var skömmu eftir að múrinn hrundi og því var þetta mjög áhugaverður tími til að ferðast um þennan heimshluta.

Verst heppnaða utanlandsferðin:

Það er nú ekkert sem kemur uppí hugann. Mesta svekkelsið á ferðalagi var nú líklega þegar dagbókinni minni var rænt á farfuglaheimili í Marokkó 1992. Það var á áðurnefndu bakpokaferðalagi og hafði ég haldið skipulega dagbók og sett niður hvað á daga mín hafði drifið. Það var svo einn morguninn sem herbergisfélagar mínir frá Alsír rændu bakpokann minn og tóku snyrtivörurnar og dagbókina ófrjálsri hendi. Veskið var hins vegar bundið um mittið og ekki komust þeir í það!

Tek alltaf með í fríið:

Mér finnst það mikið lykilatriði að hafa eitthvað að lesa í flugvélum eða lestum. Annars er ég viðþolslaus. Núna er maður reyndar mikið að lesa skýrslur og ýmis gögn en því miður alltof sjaldan að lesa einhverja reyfara og skemmtiefni!

Besti maturinn sem ég hef smakkað á ferðalagi:

Eitt sinn dvaldi ég í Slóveníu í viku tíma og heimsótti þarlenda fjölskylduvini. Gestgjafarnir eru eftirsóttir skemmtikraftar í Slóveníu og fengum við að fara með þeim í skemmtireisu milli þorpa og borga í landinu. Það þýddi að á hverju kvöldi var slegið upp mikilli veislu hjá þorpsbúum að lokinni skemmtun. Því var ofgnótt matar hvern dag þar sem allt það besta var týnt til, hvort sem það var kjöt, grænmeti eða vín! Sú ferð tók á!

Uppáhalds staðurinn í útlöndum:

Það eru margir staðir sem koma upp í hugann en þeir tengjast yfirleitt ferðafélögunum og eftirminnilegum minningum. Það er nú svo skrýtið að maður verður að hafa einhvern til að upplifa staðina með, þá verður heimsóknin miklu ríkari. Allir staðir hafa sinn sjarma – en mestu skiptir ferðahópurinn.

Draumafríið:

Það er gott frí með konunni minni og börnunum. Einhvers staðar þar sem við getum slakað á og notið samverunnar.

TENGDAR GREINAR: Ferðaminningar ferðamálastjóra
FRÍVERSLUN:
Washington, verð frá 77.900 krónum
NÝJAR GREINAR: Það sem pirrar flugfreyjurnar mest

Skátamót í Ástralíu og ferðalag með slóvenskum skemmtikröftum er meðal þess sem þingmaðurinn Magnús Orri Schram hefur upplifað á ferðalögum sínum til útlanda

Nýtt efni

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …