Samfélagsmiðlar

Ferðaminningar Magnúsar Orra Schram

Skátamót í Ástralíu og ferðalag með slóvenskum skemmtikröftum er meðal þess sem þingmaðurinn Magnús Orri Schram hefur upplifað á ferðalögum sínum til útlanda.

Fyrsta ferðalagið til útlanda:

Fyrsta ferðin sem ég man eitthvað eftir er fjölskylduferðalag til Evrópu sumarið 1982. Þá var ég tíu ára gamall. Flogið var til Lúxemborg og svo ekið suður á bóginn til Lignano á Ítalíu. Ferðin var spennandi fyrir margra hluta sakir en hápunkturinn var líklega að upplifa sigur Ítalíu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem haldið var á Spáni á sama tíma. Áhugamenn um knattspyrnu muna þessa keppni líklega vel, enda var hún stórskemmtileg t.d. eftirminnilegur leikur milli Ítalíu og Brasilíu sem endaði 3-2 fyrir þá fyrrnefndu. Það var mikil upplifun að fylgja Ítölum í gegnum keppnina og upplifa svo sigurgleðina á götum úti þegar þeir höfðu lagt Þjóðverja í úrslitaleik.

Best heppnaða utanlandsferðin:

Þær hafa verið margar ánægjulegar. Þar koma upp í hugann ýmsar fjölskylduferðir með konu minni Herdísi og börnum okkar tveimur, t.d. sólarlandaferð til Spánar og vorferð til Parísar. Þegar ég var 14 ára fór ég á skátamót í Ástralíu með um 100 íslenskum skátum og dvöldum við þar í tæplega mánuð. Þetta þótti mjög merkilegt ferðalag á sínum tíma. Þá tók ég mér frí eitt ár eftir menntaskóla og lagðist í langt bakpokaferðalag um A-Evrópu og N-Afríku. Stoppaði reyndar einu sinni á leiðinni þegar ég var búinn með peninginn og vann á hestabúgarði í Austurríki í sex vikur. Fór svo aftur af stað. Þetta var skömmu eftir að múrinn hrundi og því var þetta mjög áhugaverður tími til að ferðast um þennan heimshluta.

Verst heppnaða utanlandsferðin:

Það er nú ekkert sem kemur uppí hugann. Mesta svekkelsið á ferðalagi var nú líklega þegar dagbókinni minni var rænt á farfuglaheimili í Marokkó 1992. Það var á áðurnefndu bakpokaferðalagi og hafði ég haldið skipulega dagbók og sett niður hvað á daga mín hafði drifið. Það var svo einn morguninn sem herbergisfélagar mínir frá Alsír rændu bakpokann minn og tóku snyrtivörurnar og dagbókina ófrjálsri hendi. Veskið var hins vegar bundið um mittið og ekki komust þeir í það!

Tek alltaf með í fríið:

Mér finnst það mikið lykilatriði að hafa eitthvað að lesa í flugvélum eða lestum. Annars er ég viðþolslaus. Núna er maður reyndar mikið að lesa skýrslur og ýmis gögn en því miður alltof sjaldan að lesa einhverja reyfara og skemmtiefni!

Besti maturinn sem ég hef smakkað á ferðalagi:

Eitt sinn dvaldi ég í Slóveníu í viku tíma og heimsótti þarlenda fjölskylduvini. Gestgjafarnir eru eftirsóttir skemmtikraftar í Slóveníu og fengum við að fara með þeim í skemmtireisu milli þorpa og borga í landinu. Það þýddi að á hverju kvöldi var slegið upp mikilli veislu hjá þorpsbúum að lokinni skemmtun. Því var ofgnótt matar hvern dag þar sem allt það besta var týnt til, hvort sem það var kjöt, grænmeti eða vín! Sú ferð tók á!

Uppáhalds staðurinn í útlöndum:

Það eru margir staðir sem koma upp í hugann en þeir tengjast yfirleitt ferðafélögunum og eftirminnilegum minningum. Það er nú svo skrýtið að maður verður að hafa einhvern til að upplifa staðina með, þá verður heimsóknin miklu ríkari. Allir staðir hafa sinn sjarma – en mestu skiptir ferðahópurinn.

Draumafríið:

Það er gott frí með konunni minni og börnunum. Einhvers staðar þar sem við getum slakað á og notið samverunnar.

TENGDAR GREINAR: Ferðaminningar ferðamálastjóra
FRÍVERSLUN:
Washington, verð frá 77.900 krónum
NÝJAR GREINAR: Það sem pirrar flugfreyjurnar mest

Skátamót í Ástralíu og ferðalag með slóvenskum skemmtikröftum er meðal þess sem þingmaðurinn Magnús Orri Schram hefur upplifað á ferðalögum sínum til útlanda

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …